Músavísur … grálynd horfir kisa á

Mýsnar kunna að lita lífið en veröldin vill sitt. Mýsnar og vísurnar um þær birtust fyrst í barnabókinni Fröken Kúla könguló og fleiri kvæði.

Músavísur

Gulur, rauður, grænn og blár,
gefum kisu mjólkurtár.
Svartur, hvítur, gullinn, grár,
gómar hún þá mýsnar þrjár.

Gul og rauð og græn og blá,
gægist þarna músin smá?
Svört og hvít og gullin, grá,
grálynd horfir kisa á.

Gult og rautt og grænt og blátt,
glaðleg skoppar músin hátt.
Svart og hvítt og gullið, grátt,
grípa klær í skottið smátt.

Gulur, rauður, grænn og blár,
glitra lítil músatár.
Svartur, hvítur, gullinn, grár,
greiðir kisa veiðihár.

© 2004 Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir. Teikningar.
© 2004 Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir. Teikningar.

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Tilboð fyrir liðuga bókaorma og hrekkjóttar köngulær!

Finnskur greiðslukall © Larus Jón - einkasafn
Finnskur greiðslukall © Larus Jón – einkasafn

Fröken Kúla könguló og fleiri kvæði er sprellibók fyrir börn á öllum aldri, sprottin upp úr uppeldistilraunum á dóttur höfundar. Hún kom út árið 2004 og hefur, að sögn, glatt svefnlesin börn um allt land alla tíð síðan.
Ykkur býðst Fröken Kúla á 2.900 flugur/krónur ef bókin er sótt til höfundar, ef heimsent þá heimtar pósturinn 630 krónur fyrir þá þjónustu.

Sendu tölvupóst með kennitölu, nafni og heimilisfangi á netfangið ljon190409@gmail.com, taktu fram hvort þú vilt nálgast bókina hjá höfundi eða fá hana senda í pósti og og þú færð kurteisan greiðslukall í heimabanka.

Lesist hátt og leikrænt fyrir börn sem kúra höfuð á kodda. Góða skemmtun og góða nótt!

Þessi orð eru líka til sölu …

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Segðu þína skoðun!

Uppbyggileg og málefnaleg gagnrýni á inntak texta og efnistök höfundar er vel þegin. Verið kurteis, farið í boltann en ekki manninn og sýnið virðingu, bæði höfundi og öðrum sem viðra skoðanir sínar.

Uppfært 07.09.2025 af Lárus Jón