
(Ljósmynd af höfundi er eftir Kristínu Þorgeirsdóttur (Krissý)).
Lárus Jón Guðmundsson er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, kominn af bændum og sjómönnum í báðar ættir. Lárus Jón er kvæntur Aðalheiði Ólöfu Skarphéðinsdóttur, myndlistarkonu, saman eiga þau Aðalheiði Elínu.
Útgefin verk Lárusar Jóns eru:
- Fröken Kúla könguló og önnur kvæði (kvæðabók fyrir börn, 2004),
- Í Lárusarhúsi (ljóðabók, 2011),
- Ljúflingsljóð (kvæðabók fyrir börn, 2014),
- Í hverju ertu (kafli í ritsafni meistaranema í ritlist, 2017)
- Flekaskil (ljóðabók, 2018),
- Höfuðlausn (söguleg skáldsaga, 2023),
- Júlí (erótísk verðlaunanóvella, 2024) og
- Jónatan jeminn – s[v]akasaga fyrir byrjendur (skáldsaga, 2025).
Að auki ljóðabirtingar og sögur í innlendum og erlendum tímaritum.