Í unaðsteygjum litla dauðans

Júlí hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um besta erótíska handritið og Lárus Jón er fyrsti handhafi Orkídeunnar. Bókin kom út í febrúar 2024. Hér er kafli sex.

6.

Andlit á vegg © Larus Jón - einkasafn
Andlit á vegg © Larus Jón – einkasafn

Skrattakollurinn sem engdi hann og aðra blóðheita karla í unaðsteygjum litla dauðans var óforskammaður og heimtufrekur því oft leið ekki nema stutt stund frá þessari lífsþrungnu og yfirskilvitlegu upplifun þar til hann fór að bæra á sér á nýjan leik. Sumir fræðimenn skilgreindu þessa upplifun sem nær-dauða-reynslu, svona eins og þegar einhver deyr á skurðarborðinu og veit ekki fyrr en hann svífur yfir læknunum, sem munda glitbeitta hnífana í örvæntingu við að bjarga lífi hans meðan flatur tónn hjartaritsins sker í eyru, og vaknar svo til lífs á ný, ráðvilltur en óendanlega glaður að hafa komist til vitundar, óhræddur að finna þessa tilfinningu sem fyrst aftur. Sigurjón fann líf færast í liminn undir hlýjum sessi Valdísar en hann þurfti meiri tíma. Hún hafði tappað svo vel af honum að einföld blóðfylling myndi ekki duga til stórræða, næsta korterið að minnsta kosti.
  Hún andvarpaði í faðmi hans og kúrði sig upp að honum. Þetta var notaleg tilfinning. Sigurjón kyssti hana á ennið og tók þétt um hana. Stelpurnar sem hann hafði sofið hjá áður, sem voru ekki margar, höfðu ekki vakið svona tilfinningar hjá honum. Athöfnin hafði verið hálfgerð skyndiþjónusta á báða bóga, stutt innlegg og úttekt með hraði og svo nánast stokkið á fætur, búinn og bless. Eða í hans tilviki, búin og bless því þær voru fljótar að drífa sig í brækurnar og fara. Nú var hann reynslunni ríkari því Valdís hafði tekið hann í ákaft og ítarlegt læri um leyndardóma konukroppsins og ekki síst um það hver stjórnaði ferðinni um þessar unaðslendur samlífsins. Þar skipti ekki máli hvort kynið, eða hvaða kyn yfirleitt, mátaði kaskeiti skipstjórans því ástarfleyið lét jafn vel að stjórn og skilaði sér í höfn óháð því.
  Sigurjón brosti með sjálfum sér. Var hann orðinn einhver spekingur strax í upphafi hamingjuleitarinnar? Og vel á minnst, var þessi ástarleikur þeirra Valdísar og notalegheitin í kjölfarið kannski hátindur hamingjunnar? Honum leið vel, það var alveg ábyggilegt, jafnvel betur en nokkru sinni áður. Var hann þá orðinn hamingjusamur? Gat hann nú hætt leitinni og snúið sér að öðru þarfara? Varla gat það nú verið því ef einn funheitur ástarleikur væri svarið þá hefði varla nokkur maður eða kona haldbæra ástæðu til að berja saman allan þennan ótölulega skara af skruddum um hamingjuna, leitina að henni, eða kannski fyrst og fremst skortinn á henni, í lífi væntanlegra lesenda. Nei, það þurfti líklega eitthvað meira, en hvað?
  Sigurjón hrökk upp úr þessum þönkum sínum við hlýjan koss frá Valdísi. Um leið fann hann að litli skrattinn hafði notað tímann til að færa blóð á milli líkamshluta og Valdís nánast lyftist upp úr kjöltu hans. Hún brosti glettnislega og hann gat ekki stillt sig um að hlæja um leið og hann hagræddi henni þannig að hún sneri í hann baki svo hann gæti rennt sperrtum limnum inn í hana.
  „Ef ungfrúnni þóknast?“ Hún kinkaði kolli og lét sig síga niður í kjöltu hans, hallaði sér fram og greip um hné hans og byrjaði að hreyfa mjaðmirnar hægt og munúðarfullt. Af og til stoppaði hún og ýtti sitjandanum aftur á við til að fá hann eins langt upp í píkuna og hún gat og féll svo aftur í taktinn sem smátt og smátt varð hraðari. Hann teygði fram handleggina til að grípa um brjóstin og þrýsta henni betur niður og þau hreyfðu sig eins og vel smurð eimvél sem geystist áfram undir stjórn litla skrattans sem mokaði kolum í eldhólfið eins hratt og hann gat og þegar Sigurjón fann frekar en heyrði andköfin í Valdísi vissi hann að brátt færi að hvína í lestarflautunni og ákvað að gefa sig allan á vald skrattakollsins sem orgaði kátur og glotti framan í hann svo skein í mjallhvítar tennurnar í kolsvörtu fésinu. Þau spenntust í himinháan fullnægjuboga með stunum og andköfum og hún tók svo fast um læri hans að hann fékk marbletti og hann kreisti brjóstin svo ákaft að rauð fingraförin voru sýnileg lengi á eftir.
  Hún hallaði sér aftur á bak og hann faðmaði hana og strauk henni um stinnan kviðinn. Þau voru bæði sveitt og slök og hann fann hvernig hún spennti grindarbotninn stríðnislega eins og til að vekja litla uppgefna guttann sem enn kúrði í píkunni, samanskroppinn og blóðlítill. Sigurjón var alsæll og langaði að sitja með hana í fanginu í stólnum um alla eilífð innan um bækurnar sem höfðu hrunið úr skápnum og dreifst úr stöflunum þegar þau riðu hilluröftunum fyrr um kvöldið.

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Tilboð fyrir iðandi erótíska bókaorma!

Finnskur greiðslukall © Larus Jón - einkasafn
Finnskur greiðslukall © Larus Jón – einkasafn

Júlí er erótísk skáldsaga eða nóvella og lýsir hormónalífi ungs, leitandi manns , vegferð hans um rakan frumskóg kvenlíkamans og markmið hans að fullnuma þá list að gera konur hamingjusamar. Nóvellan hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um besta erótíska handritið og Lárus Jón er fyrsti handhafi Orkídeunnar. Forlagið Hringaná stóð fyrir keppninni.

Hamingjuleitandi áhugafólki um iðandi erótík býðst eintakið á heitar 3.500 krónur ef bókin er sótt til höfundar, ef heimsent þá heimtar pósturinn 630 krónur fyrir þá þjónustu.

Sendu tölvupóst með kennitölu, nafni og heimilisfangi á netfangið ljon190409@gmail.com, taktu fram hvort þú vilt nálgast bókina hjá höfundi eða fá hana senda í pósti og og þú færð kurteisan greiðslukall í heimabanka.

Skiljið bókina eftir á glámbekk því fátt kætir og bætir lífið eins og skapandi orð unaðar og kitlandi langana.

Þessi orð eru líka til sölu …

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Segðu þína skoðun!

Uppbyggileg og málefnaleg gagnrýni á inntak texta og efnistök höfundar er vel þegin. Verið kurteis, farið í boltann en ekki manninn og sýnið virðingu, bæði höfundi og öðrum sem viðra skoðanir sínar.

Uppfært 02.09.2025 af Lárus Jón