Álfavísur … brosmildu augun skær

Álfur er í hverjum hól var sagt í gamla daga og jafnvel enn. Ert þú álfur? Fröken Kúla könguló gæti haft svarið.

Álfavísur

Heiða á hólnum
hoppar í kjólnum,
bláklædd með berar tær,
og brosmildu augun skær.
Heiða á hólnum.

Heiða á hólnum,
hoppar í kjólnum,
hlæjandi heilsar mér
helst þegar enginn sér.
Heiða á hólnum.

Heiða á hólnum,
hoppar í kjólnum,
kallar nú, komdu inn,
komdu í hólinn minn.
Heiða í hólnum.

© 2004 Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir. Teikningar.
© 2004 Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir. Teikningar.

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Tilboð fyrir liðuga bókaorma og hrekkjóttar köngulær!

Finnskur greiðslukall © Larus Jón - einkasafn
Finnskur greiðslukall © Larus Jón – einkasafn

Fröken Kúla könguló og fleiri kvæði er sprellibók fyrir börn á öllum aldri, sprottin upp úr uppeldistilraunum á dóttur höfundar. Hún kom út árið 2004 og hefur, að sögn, glatt svefnlesin börn um allt land alla tíð síðan.
Ykkur býðst Fröken Kúla á 2.900 flugur/krónur ef bókin er sótt til höfundar, ef heimsent þá heimtar pósturinn 630 krónur fyrir þá þjónustu.

Sendu tölvupóst með kennitölu, nafni og heimilisfangi á netfangið ljon190409@gmail.com, taktu fram hvort þú vilt nálgast bókina hjá höfundi eða fá hana senda í pósti og og þú færð kurteisan greiðslukall í heimabanka.

Lesist hátt og leikrænt fyrir börn sem kúra höfuð á kodda. Góða skemmtun og góða nótt!

Þessi orð eru líka til sölu …

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Segðu þína skoðun!

Uppbyggileg og málefnaleg gagnrýni á inntak texta og efnistök höfundar er vel þegin. Verið kurteis, farið í boltann en ekki manninn og sýnið virðingu, bæði höfundi og öðrum sem viðra skoðanir sínar.

Uppfært 07.09.2025 af Lárus Jón