Vitjunin … lásu Hjemmet og biðu …

Í Lárusarhúsi er margt að finna. Meira að segja biðstofu lífsins …

Vitjunin

Það var þann dag …

Þær sátu
á tómlegri biðstofunni,

íbyggnar,

Ástin,
Gæfan
og Hamingjan,

lásu Hjemmet og biðu eftir viðtalstíma.

Þann dag
vitjaði ég Girndarinnar.

Ullarskór © Larus Jón - einkasafn
Ullarskór © Larus Jón – einkasafn

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Tilboð fyrir forvitna bókaorma!

Finnskur greiðslukall © Larus Jón - einkasafn
Finnskur greiðslukall © Larus Jón – einkasafn

Í Lárusarhúsi er fyrsta ljóðabók Lárusar Jóns og innheldur þau prenthæfu ljóð og kvæði sem fylltu skúffuna frægu. Hér kennir margra grasa og misgrænna en þau eru einlægur lítill ljóri í sálarlíf höfundar.
Ykkur býðst heilt Lárusarhús á litlar 2.900 krónur ef bókin er sótt til höfundar, ef heimsent þá heimtar pósturinn 630 krónur fyrir þá þjónustu.

Sendu tölvupóst með kennitölu, nafni og heimilisfangi á netfangið ljon190409@gmail.com, taktu fram hvort þú vilt nálgast bókina hjá höfundi eða fá hana senda í pósti og og þú færð kurteisan greiðslukall í heimabanka.

Höndlist af varúð og tillitsemi gagnvart viðkæmum höfundi. Njótið vel.

Þessi orð eru líka til sölu …

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Segðu þína skoðun!

Uppbyggileg og málefnaleg gagnrýni á inntak texta og efnistök höfundar er vel þegin. Verið kurteis, farið í boltann en ekki manninn og sýnið virðingu, bæði höfundi og öðrum sem viðra skoðanir sínar.

Uppfært 04.09.2025 af Lárus Jón