Ef … …. í unaði nakinnar nætur

Í Lárusarhúsi er margt að skoða. Þetta kvæði er að grunni til frá 1982.

Ef …

Ef gæti mitt hjarta þig hatað
jafn heitt og það elskaði fyrrum,
þá ef til vill ei væri glatað,
árið er hélst þú mér kyrrum
í unaði nakinnar nætur
og nautnar sem ljúft hefur smogið
og veikt hefur vitund og lætur
mig vilja að geta ekki logið
um ást þá sem rjóð hafði ratað
og rist var með eilífum orðum.

Ef hjarta mitt gæti þig hatað,
jafn heitt og það elskaði forðum.

Fífa © Larus Jón - einkasafn
Fífa © Larus Jón – einkasafn

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Tilboð fyrir forvitna bókaorma!

Finnskur greiðslukall © Larus Jón - einkasafn
Finnskur greiðslukall © Larus Jón – einkasafn

Í Lárusarhúsi er fyrsta ljóðabók Lárusar Jóns og innheldur þau prenthæfu ljóð og kvæði sem fylltu skúffuna frægu. Hér kennir margra grasa og misgrænna en þau eru einlægur lítill ljóri í sálarlíf höfundar.
Ykkur býðst heilt Lárusarhús á litlar 2.900 krónur ef bókin er sótt til höfundar, ef heimsent þá heimtar pósturinn 630 krónur fyrir þá þjónustu.

Sendu tölvupóst með kennitölu, nafni og heimilisfangi á netfangið ljon190409@gmail.com, taktu fram hvort þú vilt nálgast bókina hjá höfundi eða fá hana senda í pósti og og þú færð kurteisan greiðslukall í heimabanka.

Höndlist af varúð og tillitsemi gagnvart viðkæmum höfundi. Njótið vel.

Þessi orð eru líka til sölu …

– o – o – o – o – o – o – o – o – o – o – o –

Segðu þína skoðun!

Uppbyggileg og málefnaleg gagnrýni á inntak texta og efnistök höfundar er vel þegin. Verið kurteis, farið í boltann en ekki manninn og sýnið virðingu, bæði höfundi og öðrum sem viðra skoðanir sínar.

Uppfært 04.09.2025 af Lárus Jón